Takk trukkabílstjórar, eða þannig.

Langar til að koma þökkum til Stulla Jóns og félaga sem stóðu fyrir því að stoppa umferð hér um daginn, ítrekað!  Það kostaði mig í tapaðri vinnu um 7680.- krónur og eitthvað kostar það jú í bensín að vera stopp og hjakka bílnum áfram eins og við óbreyttir borgarar neyddumst til að gera hvort sem okkur líkaði betur eða verr.  Og hvað??  Hvað er búið að gerast í þessum málum?  Ekki neitt nema það að þið gerðuð ykkur að fíflum og bensínverðið hefur aldrei verið hærra! 

Það væri gáfulegra fyrir ykkur að taka lyklana úr öllum flutningabílum í landinu, eða hreinlega taka höndum saman og fara í verkfall, ég get vel stutt það.  En að stoppa hundruðir ef ekki þúsundir saklausra borgara í fyrirfram tapaðri baráttu er alveg vonlaust.

En sennilega er það of dýrt fyrir ykkur að fara í verkfall, vegna undirboða og annars slíks sem þið eruð búnir að skapa ykkur sjálfir, þannig að þá er að ráðast á borgarana.

Til hamingu með hvað þetta er búið að ganga vel hjá ykkur, og í guðanna bænum gerið eitthvað að viti ef þið ætlið að halda áfram, ekki láta mig eyða meira bensíni í það að vera stopp á Miklubrautinni eða að leita að opinni leið í vinnuna.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ruglaður

Sá stóri (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:08

2 identicon

Það er sko engin hætta á að bílstjórarnir mótmæli oðruvísi en sitjandi á sínum feitu rössum og akandi á bensíni sem er frádráttarbært frá skatti. Og til að vinna upp tapaðan vinnu tíma er bara að keyra nokkra tíma á svörtu. Ef bensínið er of dýrt fyrir þá, afhverju fara þeir ekki í strætó niður á alþingi (þetta er jú allt ríkistjórninni að kenna) með kröfuspjöld eins og heiðarlegt fólk.

haha (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:33

3 identicon

Ég er hjartanlega, hjartanlega sammála.  Sturla er gamall villingur úr Fellunum (ég er ekki að fella dóma yfir fólki sem ólst upp í Fellunum heldur aðeins að benda á að hann var álitinn villingur þegar hann bjó þar) og er greinilega enn við sama heygarðshornið.

Fyrir ykkur sem finnst bensínið of hátt, kaupið ykkur hjól.  Þið þurfið ekki að eiga bíl barnanna ykkar vegna, slík röksemdafærsla er alger rökleysa þar sem flestir eru sammála um að bílar séu að gera út af við heiminn bara ekki þeirra okkar eigin bíll og börnin eru þau sem erfa heiminn, ekki satt? Krakkarnir geta setið á hjólinu með ykkur eða hjólað sjálf. Það er hægt að setja innkaupin í kerru eða á bögglaberann.  Það myndi líka kenna okkur að versla ekki of mikið inn.  Þá getið þið líka hætt að fara í ræktina og sparað ykkur þar með 50 þús kall á ári + bensín. Ef 25% bíla hættu að þvælast fyrir strætó á morgnana væri ekkert mál að taka strætó.  Hann kemst ekki úr hjólförunum fyrir einsetnum einkabílum.

Mín skoðun á þessum mótmælum Stulla og Co hefur frá upphafi verið að þau séu heimskuleg, hættuleg samborgurum og ástæðulaus.  Að segja fólki að það sé engin hætta á ferðum af því að það sé hjáleið hér og þar eru haldlítil rök þegar hjáleiðin hefur stíflast þar sem umferð sem var á þremur akreinum reynir að komast fyrir á einni akrein eða teppan á aðalbrautinni er orðins svo löng að fólk kemst ekki að hjáleiðinni. Enn eitt dæmið um skónúmeragreindarvístiölu.

Að lokum vil ég koma því að, að ég styð lögregluna heilshugar í þeirra aðgerðum, hvort sem er við Norðlingaholtið eða annars staðar.  Það er löngu tímabært að Íslendingar læri að lög gilda um alla borgara ekki bara hina. Ef lögreglan segir þér að fara þá ferðu eða tekur afleiðingunum. 

Halli (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:31

4 identicon

Sko... Það sökkar að mótmæli bitni á einhverjum en þau gera það alltaf. Hvað gerist ef kennarar mótmæla lágum launum og fara í verkfall... það bitnar á nemendunum, sömuleiðis hjúkrunarfólk, það bitnar á sjúklingum. Og í þetta skipti bitna þessi mótmæli á þeim sem lenda fyrir aftan trukkarana.

Ég er alfarið sáttur við mótmæli flutningabílstjóra og aðgerðir en að grýta eggjum í lögregluna er ekki á þeirra snærum, það sást á myndböndum í fréttunum. Ef ég hefði verið í Reykjavík á þeim tíma sem mótmæli standa yfir þá hefði ég leitað þá uppi og stutt þá á litla fólksbílnum mínum, en þar sem ég er ekki í Reykjavík þá tók ég þátt í mótmælunum á þeim stað þar sem ég bý.

Og miðað við að þú hafir tapað, hva... tæpum 8.000 krónum á því að mæta klukkutíma of seint í vinnuna þá vorkenni ég þér ekkert þar sem þú er klárlega á mun hærri launum en meðal Íslendingur og auðvitað er þér sama um hvað þú borgar í bensín, gæti alveg eins skotið á að þú sért keyrandi á nýlegum pallbíl eða álíka bíl með stærri vél en Herjólfur.

Vona að þú sjáir þér fært að styðja þessa flutningabílstjóra þar sem þeir eru nú að mótmæla háu olíuverði, VÖKULÖGUM og kílómetragjaldi.

Hver er sáttur við að vera skyldaður til að stoppa vinnu sína og bíða í klukkutíma eftir 4 tíma vinnu, þótt þú sért staddur á miðjum söndunum á Suðurlandinu, Eða 20 mín frá byggð.

Vona ég að einhver flutningabílstjóri prufi að leggja af stað frá Reykjavík kl. 08:00 keyra í nákvæmlega 4 tíma og stoppa á þjóðveginum og bíða í 1 klukkutíma. Endurtaka þetta svo aftur þar til hann er búinn að aka í 10 tíma (sem er hámarkið). Hversu langt kemst hann áleiðis til Egilsstaða á þessum 10 tímum. Og auðvitað á löglegum hraða á hverjum stað, ef það er 50.. þá á 50 og auðvitað er hámarkshraði flutningabíla á þjóðvegum 80 km/klst.

Árni (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:41

5 identicon

Til haha.

Ef 25% bíl hættu að keyra sem gera rúm 44.000 á höfuðborgarsvæðinu, þá grunar mig að allur sá fjöldi af strætóum mundu teppa umferðina enn frekar.

Og það mundi þýða tap fyrir ríkissjóð uppá  6,2 milljarða á ársgrundvelli miðað við að hver bíll eyði 9 l/100km og keyri 17500 km á ári (sem er meðalaskstur skv. umboðum)

Málið er að ríkisstjórnin vill ekkert lækka skattana á bensíni og hún vill heldur ekki að við hættum að keyra bílana okkar.  Ætti að vera hægt að fara á nokkrar ráðstefnur á einkaþotu fyrir þessa peninga.

Árni (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:31

6 identicon

Ég studdi þessi mótmæli í fyrstu, en þegar á tók að líða fór þetta að snúast upp í þennan skrípaleik.  Og kæri Árni..  Ég á Ford Focus 2000 árgerð, á 100% bílaláni,ég á ekki íbúð og er á hinum frábæra leigumarkaði, og jú mig munar um hverja krónu sem bensínið hækkar.  Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki efni á því að bíða í röð. 

 Ég veit ekki hvaða minnimáttarkennd ég náði að vekja hjá þér Árni minn en þó að ég sé ekki ríkur þá hef þó allavega almenna skynsemi á bak við mig.

Grétar (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:55

7 Smámynd: Jóhann

Þetta er flott grein það á ekki að bitna á okkur þegar menn bjóða svo látt

í verkin að það er valla til fyrir olíu og enn síður afborgunum sem hafa

mikið hækkað, ef samstaða manna um að halda verðunum uppi á þessum

góðæris tímum sem eru búnir að vera þá á þetta alveg að ganga flott

ekki.. ekki stöndum saman '' dægin eftr æ ég bíð lægra,,, maður verður að hafa nó að gera þó að gjaldið standi ekki undir rekstrinum..

Jóhann, 26.4.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband