Foreldrar, hugsa takk !!

Gerir fólk sér ekki grein fyrir stöðunni sem við landsmenn erum í, ríki og sveitarfélög eiga ekki pening. Það er verið að leysa húsnæðisvanda á eins ódýran hátt og hægt er til bráðabirgða, öllum til hagsbóta. Ef það á að finna steinsteypta byggingu í staðinn fyrir þessa annars ágætu skúra, þá endar það í buddu okkar allra. Hvernig væri að sýna smá auðmýkt gagnvart snobbinu í sjálfum sér og sætta sig við þetta tímabundið, því ég veit ekki til að aðstaðan í þessum skúrum, eftir að úttekt fer fram sé annað en vel ásættanlegt, og rétt rúmlega það. Það er enginn að tala um að þetta verði kennslustofur til frambúðar. Hugsið skýrt, kæru foreldrar.
mbl.is Uppnám vegna skúra á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Eru það ekki kennararnir sem skapa kennsluna !

Ekki var maður nú í neinum flottum stofum hér 1963 !

En maður lærði ágætlega. Hélt að það væri aðalatriðið.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 18:07

2 identicon

Ekki er ég með barn í þessum skóla, en að bjóða upp á þetta er fyrir neðan allar hellur.  Morknir skúrar sem standa á stöflum af hellum og inni á leiksvæði barnanna. 

Sama fólkið tekur svo ákvörðun um að byggja steypuklumpinn við höfnina fyrir 40 milljarða króna.  Ég held að þú ættir að beina tali þínu um auðmýkt eitthvert annað.

Þetta er bara klikkun hjá þessu liði í borginni...hrein og tær klikkun.

Siggi G (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 18:09

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

"Þessa annars ágætu skúra". Góður þessi :)

Guðmundur St Ragnarsson, 26.8.2010 kl. 19:04

4 identicon

Vanþakklæti og snobb. Svei!!

Ragnar Jónsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 19:11

5 identicon

Mér var nú kennt í svona skúr fyrir um það bil 16 árum og sá ekkert að því og sé ekki að í dag.

 Þeir eiga þessar einingar fyrir einmitt svona stöðu. Hvaða væl er þetta?

anon (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 19:27

6 Smámynd: Pétur Ottesen

Kæri Anon, mér sýnist að það hljóti að hafa verið einmitt þessir skúrar sem þér var kennt í fyrir 16 árum, og varðandi kostnað þá held að hljóti að vera dýrara að koma þessum skúrum á milli staða og koma þeim í stand heldur en t.d. að leigja Byko skemmuna við hliðina á skólanum, eins og eitt foreldrið stakk svo skynsamlega upp á.

Nú eða gamla Mæðrastyrksnefndar húsnæðið á Sólvallagötunni.

Pétur Ottesen, 26.8.2010 kl. 19:32

7 identicon

Man ekki betur en að "Byko skemman" sé hriplek !

AFB (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 19:55

8 identicon

Mjög vel mælt hjá þér...og hafa ber í huga að kannski ganga aðrar byggingar fyrir í öðrum skólum þar sem börnin þurfa bæði að læra inni í skúrunum allan daginn og vera svo í sömu skúrum í frístund eftir skóla...spurning um að hugsa aðeins lengra en bara hringinn í kringum sitt eigið rassgat!!

 Þessir skúrar í vesturbænum eru ekki ætlaðir til kennslu eða notkunar nema milli kl 14 og 17 á daginn!

Hjördís (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband