Vá, er það bannað? Nei ég hélt ekki!

Nú er ég ekki mjög lögfróður maður en samt sem áður veit ég það að vændi er ekki bannað á Íslandi, og held ég að ég fari rétt með að það sé núverandi ríkisstjórn sem lögleiddi það.  Þetta fjandans lögregluríki er til háborinnar skammar og ætti lögreglan og yfirvöld að reyna að einbeita sér að því sem að skiptir máli en ekki að vera að gera stórmál úr einhverju sem er ekki einu sinni lögbrot. Nú hef ég aldrei nýtt mér þjónustu vændiskvenna þannig að ekki er ég að tala út frá einhverjum eiginhagsmunum, heldur finnst mér yfirvöld vera að gera sig að fífli með þessu! Hvað er verið að rannsaka? Hvað klukkutíminn kosti? Þetta er eins og að stoppa leigubílstjóra fyrir það eitt að vera að bíða í leigubílaröðinni eftir kúnna, og grunaðir um að ætla að keyra fólk heim til sín.  Lögreglan gæti allt eins verið að rannsaka svoleiðis viðskipti, því hvort tveggja er jafn löglegt á Íslandi í dag, eini munurinn er að þriðji aðili má hagnast af "vændi" leigubílstjórans.

 

KIR

keep it real


mbl.is Grunur um vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leigubílstjórar gefa upp vinnu sína til skatts er það ekki. Gera vændiskonur það?

Arnar (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:01

2 identicon

Ekkert kom fram í fréttinni um að konurnar væru grunaðar um undanskot frá skatti.

Haukur (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:30

3 identicon

Er það ekki skattayfirvöld frekar en lögregla sem rannsaka undanskot frá skatti?

Annars væri lögreglan að stoppa annan hvern iðnaðarmann.

Gutti (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:55

4 identicon

Ætli þeir séu ekki að rannsaka hverjir það eru sem keyptu sér kúr, enda er það ólöglegt að mig minnir og svo náttúrulega að rannsaka hvort það sé einhver dólgur sem græðir á þessu.

Teddi Lebig (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband